Viðskipti erlent

Segja björgunarpakkann hafa skapað yfir milljón störf

Starfsmenn Hvíta hússins í Washington fullyrða að björgunarpakkinn sem Bandaríkjaþing samþykkti fyrr á árinu hafi nú þegar skapað 1,1 milljón ný störf í Bandaríkjunum.

Öldungadeild og fulltrúadeild Bandaríkjanna samþykkti um miðjan febrúar aðgerðapakka Barack Obama sem metinn var á tæpa 790 milljarða dollara eða sem nemur um 90 þúsund milljörðum íslenskra króna. Björgunarpakkanum var ætlað að skapa um 3,5 milljónir nýrra starfa.

Timothy Geithner, fjármálaráðherra, segir bandarískan efnahaga hafa verið undir miklum þrýstingi en nú sé farið að draga úr samdrætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×