Körfubolti

Logi fékk ekkert að koma inn á í fyrsta leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Gunnarsson er nýgenginn til liðs við Saint Etienne.
Logi Gunnarsson er nýgenginn til liðs við Saint Etienne. Mynd/Anton

Logi Gunnarsson sat allan tímann á bekknum hjá Saint Etienne þegar liðið hóf loksins keppni í frönsku C-deildinni í körfubolta um helgina. Saint Etienne tapaði þá 63-67 á heimavelli á móti Get Vosges í fjórðu umferð deildarinnar. Saint Etienne á inni þrjá leiki á önnur lið deildarinnar.

Ekki er ljóst af hverju Fabien Romeyer, þjálfari Saint Etienne, setti Loga ekkert inn á í leiknum en hann notaði átta leikmenn þar af einn í aðeins tíu sekúndur. Benoit Gillert var stigahæstur hjá liðinu með 20 stig.

Franska körfuboltasambandið og liðin í frönsku NM1 deildinni náðu fyrir helgi loksins samkomulagi um þátttöku Saint Etienne í deildinni en liðið hafði verið dæmt niður vegna spillingarmála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×