Körfubolti

Frakkar og Grikkir héldu sigurgöngu sinni áfram á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frakkinn Tony Parker er margra manna maki.
Frakkinn Tony Parker er margra manna maki. Mynd/AFP

Frakkar og Grikkir hafa unnið fyrstu fjóra leiki sína á Evrópumótinu í Póllandi en keppni í öðrum milliriðlinum hófst í gær. Grikkar unnu stórsigur á Makedóníu en Grikkir unnu átta stiga sigur á Þjóðverjum.

Frakkar virðast vera í frábæru formi eftir að hafa unnið afar auðveldan 26 stiga sigur á Makedóníu, 83-57. Florent Pietrus og Nando De Colo voru stigahæstir með 14 stig en lykilmenn Frakka fengu góða hvíld í leiknum. Tony Parker skoraði 13 stig á 22 mínútum en franska liðið komst í 17-3 í upphafi leiks.

Grikkir eru líka í góðum gír eftir 84-76 sigur á Þjóðverjum en hið unga þýska lið hefur verið að stríða stóru liðunum á mótinu. Vasileios Spanoulis skoraði 20 stig fyrir Grikki í leiknum.

Evrópumeistarar Rússa unnu bara einn af þremur leikjum sínum í riðlakeppninni en rifu sig upp með 62-59 sigri á Króötum í fyrsta leik sínum í milliriðlinum. Miðherjinn Timofey Mozgov var með 18 stig og 8 fráköst hjá Rússum sem tryggðu sér sigurinn á vítalínunni í lokin.

Fjögur efstu liðin í milliriðlinum komast í átta liða úrslitin en staðan er svona þegar liðin eiga eftir að leika tvo leiki.

Staðan í Milliriðli 1

1. Grikkland 6 stig

2. Frakkland 6 stig

3. Króatía 4 stig

4. Rússland 4 stig

5. Þýskaland 4 stig

6. Makedónía 3 stig








Fleiri fréttir

Sjá meira


×