Landic Property VII tekið til gjaldþrotaskipta 10. nóvember 2009 14:38 Landic Property VII, eitt af dótturfélögum Landic Property á Norðurlöndunum hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Tilkynning um gjaldþrotaskiptin barst kauphöllinni í Stokkhólmi í dag. Í frétt um málið á business.dk segir að félagið hafi áður verið eitt af Keops-fasteignafélögunum en er nú komið í þrot þar sem ekki tókst að endurskipuleggja reksturinn. Eitt af höfuðatriðunum í þeirri endurskipulagningu var salan á eigninni Medicinaren í Svíþjóð en sú salan gekk ekki eftir. Þar að auki var áætlunin sú að eigendur skuldabréfa á félagið myndu breyta þeim bréfum yfir í hlutafé. Þessi hópur ákvað á fundi að gera slíkt ekki. Landic Property VII kemur við sögu í tilkynningu Landic Property frá því í apríl s.l. þegar móðurfélagið sótti um greiðslustöðvun við Héraðsdóm Reykjavíkur. Í tilkynningunni sagði að dótturfélög Landic Property sem eiga og reka fasteignir félagsins í Danmörku, Svíþjóð, Íslandi og Finnlandi eru ekki í greiðslustöðvun og gildir greiðslustöðvunin m.a. ekki um Landic Property Bonds VII (Stokkhólm) A/S en nokkur fjöldi annara félaga var einnig nefndur til sögunnar. Frá þessum tíma hefur verið reynt að tryggja rekstur félagsins eins og áður segir en það var ekki mögulegt. Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Landic Property VII, eitt af dótturfélögum Landic Property á Norðurlöndunum hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Tilkynning um gjaldþrotaskiptin barst kauphöllinni í Stokkhólmi í dag. Í frétt um málið á business.dk segir að félagið hafi áður verið eitt af Keops-fasteignafélögunum en er nú komið í þrot þar sem ekki tókst að endurskipuleggja reksturinn. Eitt af höfuðatriðunum í þeirri endurskipulagningu var salan á eigninni Medicinaren í Svíþjóð en sú salan gekk ekki eftir. Þar að auki var áætlunin sú að eigendur skuldabréfa á félagið myndu breyta þeim bréfum yfir í hlutafé. Þessi hópur ákvað á fundi að gera slíkt ekki. Landic Property VII kemur við sögu í tilkynningu Landic Property frá því í apríl s.l. þegar móðurfélagið sótti um greiðslustöðvun við Héraðsdóm Reykjavíkur. Í tilkynningunni sagði að dótturfélög Landic Property sem eiga og reka fasteignir félagsins í Danmörku, Svíþjóð, Íslandi og Finnlandi eru ekki í greiðslustöðvun og gildir greiðslustöðvunin m.a. ekki um Landic Property Bonds VII (Stokkhólm) A/S en nokkur fjöldi annara félaga var einnig nefndur til sögunnar. Frá þessum tíma hefur verið reynt að tryggja rekstur félagsins eins og áður segir en það var ekki mögulegt.
Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira