Handbolti

Guif óvænt í úrslitin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hreiðar Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu.
Hreiðar Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu.

Íslendingaliðið Guif tryggði sér óvænt sæti í úrslitum úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með sigri á Sävehof í oddaleik í undanúrslitum.

Sävehof er deildarmeistari og mátti velja sér andstæðing í undanúrslitunum. Oddaleikurinn fór því fram á heimavelli liðsins en á endanum var það Guif sem fagnaði sigri, 22-20, eftir að hafa verið með þriggja marka forystu í hálfleik, 14-11.

Haukur Andrésson skoraði eitt mark fyrir Guif en bróðir hans, Kristján Andrésson, er þjálfari liðsins. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Guif að liðið kemst í úrslitin um sænska meistaratitilinn í handbolta.

Hreiðar Guðmundsson landsliðsmarkvörður er á mála hjá Sävehof en sat allan leikinn á varamannabekknum í gær. Þetta var hans síðasti leikur með liðinu þar sem hann hefur samið við þýska B-deildarliðið Emsdetten.

Hin undanúrslitaviðureignin réðst einnig í oddaleik. Í honum vann Alingsås öruggan níu marka sigur á Hammarby, 35-26.

Það verða því Alingsås og Guif sem mætast í úrslitum um sænska meistaratitilinn í handbolta en leikurinn fer fram í Globen-höllinni í Stokkhólmi á laugardagskvöldið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×