Viðskipti erlent

Íhuga að greiða launabónusa fyrr til að forðast tekjuskattshækkun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stjórnendur fjárfestingabanka í Bretlandi sem greiða starfsmönnum yfirleitt launabónusa í apríl og maí velta því fyrir sér að greiða launabónusa fyrr á næsta ári en vanalegt er. Ástæðan er sú að gert er ráð fyrir að lög sem kveða á um 10% hækkun tekjuskatts á laun yfir 150 þúsund pund taki gildi 5. apríl.

Launanefnd Nomura, sem hefur um 4000 starfsmenn á sínum vegum eftir að starfsemi Lehman Brothers í Bretlandi var tekin yfir á síðasta ári, hugðist greiða bónusa þann 12. apríl en er að hugsa um að breyta því. Aðrir bankar sem eru að hugsa sinn gang eru Rothschild bankinn og japanski bankinn Daiwa.

Á breska vefnum Timesonline segir að bankamenn verði að hugsa málin í þaula þegar kemur að slíkum ákvörðunum því að þær geti verið teknar sem enn eitt dæmi um græðgi bankamanna. Líklegt er að stjórnmálamenn muni líta slíka ákvörðun hornauga.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×