Viðskipti erlent

Skilnaður að baki nær fimmtu hverjum íbúðaviðskiptum Dana

Ný könnun leiðir í ljós að rekja má nær fimmtung af öllum íbúðaviðskiptum í Danmörku til skilnaða. Þetta er veruleg aukning frá árinu 2006 þegar samskonar könnun leiddi í ljós að 10% viðskiptanna mátti rekja til skilnaða.

 

Í frétt um málið á börsen.dk segir að könnun þessi hafi verið gerð á vegum fasteignasölukeðjunnar EDC og náði til 2.000 viðskiptavina hennar.

 

Fram kemur í fréttinni að fyrir örfáum árum völdu pör sem voru að skilja yfirleitt þann möguleiki að kaupa annaðhvort út úr sameiginlegri íbúð sinni. Nú hafa bankarnir gert auknar kröfur um íbúðaviðskipti þannig að langtum færri fjölskyldur hafa þennan möguleiki. Það þýðir að íbúðin er yfirleitt sett í sölu nú til dags.

 

Önnur orsökin er sennilega að á árunum 203 til 2007 þegar fasteignaverð hækkaði dramtískt í Danmörku, en fór svo í frjálst fall, var að á þeim tíma gat makinn yfirleitt fengið aukaveð í sameiginlegri íbúð til að kaupa sér aðra. Með verðfallinu er þetta ekki lengur möguleiki.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×