Viðskipti erlent

Cadbury hafnar risatilboði frá Kraft

Breski sælgætisframleiðandinn Cadbury hefur hafnað risavöxnu yfirtilboði bandaríska matvælarisans Kraft. Kraft var tilbúið að leggja 10,2 milljarða punda eða vel yfir 2000 milljarða kr. á borðið en stjórn Cadbury sagði nei takk.

 

Samkvæmt frétt um málið í The Guardian segir að Kraft hafi samt ekki gefist upp á að eignast Cadbury og biðlar nú beint til hluthafa Cadbury.

 

Í tilkynningu um málið til kauphallarinnar í London segir m.a. að kaup Kraft á sælgætisframleiðandanum myndi tryggja störf í Bretlandi. Þar á meðal yrði hætt við að leggja niður verksmiðju Cadburys nálægt Bristol þar sem 500 störf eru í hættu. Cadbury áformar að leggja hana niður á næsta ári.

 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem reynt er að komast yfir Cadbury. Í fyrra gerði gosdrykkjarisinn Schwepps tilboð sem einnig var hafnað.

 

Saga Cadbury nær aftur til árins 1824 þegar John Cadbury opnaði fyrstu sælgætisverslun sína.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×