Viðskipti erlent

AGS lánar Sri Lanka

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dominique Strauss-Kahn er framkvæmdastjóri AGS.
Dominique Strauss-Kahn er framkvæmdastjóri AGS.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur samþykkt að veita Sri Lanka lán að andvirði 2,6 milljörðum bandaríkjadollara til að styðja við efnahagsáætlanir þeirra. Borgarastyrjöld hefur staðið yfir í 37 ár á Sri Lanka og staða ríkisfjármála er slæm, ef marka má lýsingar AFP fréttastofunnar.

Fyrsta greiðsla af láninu, um 322 milljónir dollarar, verður greidd strax en afgangurinn verður greiddur ársfjórðungslega við endurskoðun efnahagsáætlunar.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að markmiðið með láninu sé að takast á við ríkisfjármál landsins og tryggja það að hægt verði að byggja upp samfélag þar eftir áralangt stríð. Þá þurfi að byggja upp fjármálakerfið og koma í veg fyrir að þeir sem lakast standa í samfélaginu taki á sig of miklar byrðar í efnahagsástandinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×