Viðskipti erlent

Sælgætisframleiðandi í vanda vegna klámfenginna umbúða

Sælgætisframleiðandinn Haribo er nú í stökustu vandræðum vegna þess að umbúðir utan um Maoam brjóstsykursmola þeirra þykja klámfengnar í meira lagi.

Á umbúðunum eru teiknimyndir af sítrónu, súraldin og kirsuberi. Þeir sem hafa gagnrýnt Haribo hvað harðast segja að myndirnar sýni fyrrgreinda ávexti í samförum.

Samkvæmt frásögn í breska blaðinu The Sun hefur Simon Simkins, faðir í West Yorkshire, sent inn formlega kvörtun til Haribo eftir að hann keypti pakka af Maoam sælgætinu fyrir börnin sín.

„Það lítur út fyrir að ávextirnir séu í kynlífsathöfn og mér sýnist að súraldinið sé þarna í stöðu karlmannsins. Það er verulega greddulegt á svipinn," segir Simkins. „Ég krafist þess að fá að tala við forstjórann um málið. Konan mín var alveg niðurbrotin þegar hún sá umbúðirnar og þurfti að setja niður í garðinum."

Haribo segir að þetta sælgæti hafi verið með þessum umbúðum á markaði í Þýskalandi frá árinu 2002 og bæta við: „Hinn káti Maoam hefur verið mjög vinsæll hjá aðdáendum bæði ungum og gömlum."












Fleiri fréttir

Sjá meira


×