Körfubolti

Sigurkarfan á síðustu stundu hjá Jakobi og félögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jakob Sigurðarson í leik með KR á síðasta tímabili.
Jakob Sigurðarson í leik með KR á síðasta tímabili. Mynd/Vilhelm

Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Sundsvall í sænska körfuboltanum tryggðu sér sigur með dramatískum hætti á útivelli á móti Boras í kvöld. Jakob skoraði 12 stig í leiknum.

Það var Johan Jeansson sem tryggði Sundsvall 72-71 sigur með þriggja stiga körfu á síðustu sekúndu leiksins. Jeansson var stigahæstur í liði Sundsvall með 18 stig.

Jakob skoraði tólf stig í leiknum og var þriðji stigahæsti leikmaður liðsins. Hann hitti úr 5 af 10 skotum sínum, tók 1 frákast, gaf 1 stoðsendingu og stal 1 bolta.

Sundsvall hafði tapað tveimur síðustu leikjum á undan, 73-80 fyrir Plannja og 74-77 fyrir Norrköping. Liðið vann því nauman en jafnframt langþráðan sigur í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×