Markaðsvirði Twitter orðið milljarður dollara 18. september 2009 10:59 Markaðsverðmæti félagslegu netsíðunnar Twitter er nú orðið einn milljarður dollara eða tæplega 124 milljarðar kr. Þetta þykir nokkuð gott í ljósi þess að Twitter er enn í sömu skrifstofum í San Francisco þar félagið hóf starfsemi sína 2006 og starfsfólkið telur ekki nema um 50 manns. Samkvæmt frásögn í TechCrunch hefur forstjóri Twitter, Evan Williams, gengið frá nýrri fjármögnun til félagsins upp á 50 milljónir dollara og liggur það til grundvallar fyrrgreindu verðmati. Fyrr í ár fékk Twitter 35 milljónir dollara í nýju fjármagni frá Benchmark Capital og Institutional Venture Partners og þá var markaðsverðmæti félagsins metið á 250 milljónir dollara. Hið nýja fjármagn kemur frá Insight Venture Partners í New York. Twitter hefur áhrif langt út fyrir landamæri Bandaríkjanna. Þannig má nefna að þegar mótmælin stóðu sem hæst gegn forsetakosningunum í Íran fyrr í ár notuðu mótmælendur Twitter óspart til að koma upplýsingum á framfæri og samræma aðgerðir sínar. Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Markaðsverðmæti félagslegu netsíðunnar Twitter er nú orðið einn milljarður dollara eða tæplega 124 milljarðar kr. Þetta þykir nokkuð gott í ljósi þess að Twitter er enn í sömu skrifstofum í San Francisco þar félagið hóf starfsemi sína 2006 og starfsfólkið telur ekki nema um 50 manns. Samkvæmt frásögn í TechCrunch hefur forstjóri Twitter, Evan Williams, gengið frá nýrri fjármögnun til félagsins upp á 50 milljónir dollara og liggur það til grundvallar fyrrgreindu verðmati. Fyrr í ár fékk Twitter 35 milljónir dollara í nýju fjármagni frá Benchmark Capital og Institutional Venture Partners og þá var markaðsverðmæti félagsins metið á 250 milljónir dollara. Hið nýja fjármagn kemur frá Insight Venture Partners í New York. Twitter hefur áhrif langt út fyrir landamæri Bandaríkjanna. Þannig má nefna að þegar mótmælin stóðu sem hæst gegn forsetakosningunum í Íran fyrr í ár notuðu mótmælendur Twitter óspart til að koma upplýsingum á framfæri og samræma aðgerðir sínar.
Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira