Körfubolti

Sundsvall áfram á sigurbraut en Solna tapaði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jakob Örn Sigurðarson fékk enga hvíld í 87-80 útisigri Sundsvall.
Jakob Örn Sigurðarson fékk enga hvíld í 87-80 útisigri Sundsvall. Mynd/Vilhelm
Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Sundsvall hafa byrjað sænsku úrvalsdeildina á tveimur góðum sigrum en liðið vann 87-80 útisigur á 08 Stockholm í gær. Solna, lið Sigurðar Ingimundarsonar og Helga Más Magnússonar náði hinsvegar ekki að fylgja eftir sigri í fyrstu umferð og tapaði illa á heimavelli eða 61-76.

Jakob Örn Sigurðarson var með 9 stig, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar hjá Sundsvall í leiknum en hann var eini leikmaður liðsins sem spoilaði allar 40 mínúturnar. Jakob hitti þó ekki vel í leiknum en aðeins 3 af 12 skotum hans skiluðu sér rétta leið.

Helgi Már Magnússon var með 8 stig og 5 fráköst hjá Solna en hann spilaði í 26 mínútur í leiknum og setti niður 3 af 7 skotum sínum (42,9 prósent), Solna var 16-12 yfir eftir fyrsta leikhluta og það var jafnt í hálfleik, 33-33. Það var hinsvegar skelfilegur þriðji leikhluti sem gerði útslagið en Solna tapaði honum 7-23 og var því 16 stigum undir fyrir lokaleikhlutann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×