Hertar bankareglur G-20 munu draga úr hagnaði banka 21. september 2009 09:52 Leiðtogar G-20 ríkjanna hittast í vikunni og á fundi þeirra verður reynt að herða reglur um starfsemi banka. Í frétt á Bloomberg fréttaveitunni segir að um umfangsmestu uppstokkun á þessum reglum verði að ræða síðan upp úr 1930. Talið er að reglurnar muni draga úr hagnaði bankanna og á þeim bæjum eru menn ekki sáttir. Í þeirri áætlun sem Barack Obama Bandaríkjaforseti og aðrir leiðtogar G-20 ætla að leggja fram er gert ráð fyrir að dregið verði úr áhættusækni bankanna, eiginfjárstuðlar þeirra verði hækkaðir og bönkum gert skylt að liggja inni með fleiri auðseljanlegar eignir en áður. Af öðrum málum á dagskrá G-20 fundarins, sem stendur á fimmtudag og föstudag má nefna umræður um hvernig eigi að keyra efnahagsuppsveifluna, forðast verndarstefnu, bæta endurskoðanir og endurskipuleggja stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Fari svo að almenn samstaða náist um fyrrgreindar bankareglur er líklegt að þær muni minnka um þriðjung hagnaðarmöguleikana hjá bönkum á borð við Goldman Sachs, Barclays, Deutsche Bank og JPMorgan Chase. Talsmenn þessara banka vildu ekki tjá sig um málið við Bloomberg. Hinsvegar vitnar fréttaveitan í Íslandsvininn og hagfræðinginn Joseph Stiglitz sem segir að ekkert sem máli skipti hafi enn verið framkvæmt. „Og bankarnir eru að þrýsta á móti," segir Stiglitz. „Leiðtogar G-20 munu koma smávægilegum breytingum í gagnið en hvert skerf fram á við er breyting í rétta átt." Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Leiðtogar G-20 ríkjanna hittast í vikunni og á fundi þeirra verður reynt að herða reglur um starfsemi banka. Í frétt á Bloomberg fréttaveitunni segir að um umfangsmestu uppstokkun á þessum reglum verði að ræða síðan upp úr 1930. Talið er að reglurnar muni draga úr hagnaði bankanna og á þeim bæjum eru menn ekki sáttir. Í þeirri áætlun sem Barack Obama Bandaríkjaforseti og aðrir leiðtogar G-20 ætla að leggja fram er gert ráð fyrir að dregið verði úr áhættusækni bankanna, eiginfjárstuðlar þeirra verði hækkaðir og bönkum gert skylt að liggja inni með fleiri auðseljanlegar eignir en áður. Af öðrum málum á dagskrá G-20 fundarins, sem stendur á fimmtudag og föstudag má nefna umræður um hvernig eigi að keyra efnahagsuppsveifluna, forðast verndarstefnu, bæta endurskoðanir og endurskipuleggja stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Fari svo að almenn samstaða náist um fyrrgreindar bankareglur er líklegt að þær muni minnka um þriðjung hagnaðarmöguleikana hjá bönkum á borð við Goldman Sachs, Barclays, Deutsche Bank og JPMorgan Chase. Talsmenn þessara banka vildu ekki tjá sig um málið við Bloomberg. Hinsvegar vitnar fréttaveitan í Íslandsvininn og hagfræðinginn Joseph Stiglitz sem segir að ekkert sem máli skipti hafi enn verið framkvæmt. „Og bankarnir eru að þrýsta á móti," segir Stiglitz. „Leiðtogar G-20 munu koma smávægilegum breytingum í gagnið en hvert skerf fram á við er breyting í rétta átt."
Mest lesið Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira