Viðskipti erlent

Mesta verðlækkun á fasteignum í Danmörku í 50 ár

Tore Damgaard Stramer hagfræðingur hjá Danska Bank segir að verðlækkun á fasteignum milli ársin í fyrra og í ár muni verða sú mesta á undanförnum 50 árum í Danmörku.

Þetta kemur fram í frétt á börsen.dk. Stramer reiknar með að fasteignaverðið lækki um 12% í ár og um 4% á næsta ári. „Eftir næsta ár teljum við að það versta sé að baki hvað lækkanir á fasteignaverðinu varðar," segir Stramer. „Ef greining okkur reynist rétt mun fasteignaverðið hafa fallið um 20% á næsta ári frá því það náði toppinum árið 2007."

Mat Stramer á stöðunni er nokkuð í takt við væntingar fasteignasala í Danmörku. Samkvæmt könnun meðal þriðjungs af æðstu stjórnendum fasteignasölukeðjunnar Home telja þeir að fasteignaverðið muni lækka a.m.k. um 10% í ár.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×