Viðskipti erlent

Skorið niður hjá hirð drottningar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Elísabet drottning þarf að sætta sig við niðurskurð eins og aðrir. Mynd/ AFP.
Elísabet drottning þarf að sætta sig við niðurskurð eins og aðrir. Mynd/ AFP.
Elísabet II, drottning Breta, má sætta sig við frystingu launa á næsta ári og árið 2012 er gert ráð fyrir að framlög breska ríkisins til hirðarinnar allrar verði skorin niður um 14% árið eftir. Þetta kemur fram á norska viðskiptavefnum e24.



Útgjöld breska ríkisins munu minnka úr 38 milljónum sterlingspunda fjárlagaárið 2009-2010 í 33 milljónir sterlingspunda fjárlagaárið 2011-2012.

George Osborn, fjármálaráðherra Breta, tilkynnti niðurskurðartillögur ríkisstjórnarinnar í morgun. Eins og greint hafði verið frá í fjölmiðlum í gær stendur til að segja upp 490 þúsund opinberum starfsmönnum.




























Fleiri fréttir

Sjá meira


×