Viðskipti erlent

Schwarzenegger lýsir yfir efnahagslegu neyðarástandi

Arnold Schwarzenegger ríkisstjóri Kaliforníu hefur lýst yfir efnahagslegu neyðarástandi í ríkinu. Hann vill að þing Kaliforníu komi saman til aukafundar og ákveði tæplega 10 milljarða dollara, eða um 1.140 milljarða kr. niðurskurð á fjárlögum ríkisins.

Fjallað er um málið á vefsíðu CBC News í Los Angeles. Þar segir að Schwarzenegger hafi lagt fram áætlun sem feli í sér gríðarlegan niðurskurð á ýmissi velferðarþjónustu sem nú er veitt Kaliforníubúum. Niðurskurðurinn kemur harðast niður á þeim verst settu.

Meðal þess sem Schwarzenegger leggur til er að draga úr fjárframlögum til fátækra fjölskyldna um tæp 16% fyrir apríl á næsta ári og hætta alveg borga til átaks um að koma fólki af bótum og í vinnu fyrir júlí.

Þá vill Schwarzenegger afnema fjárhagsstuðning vegna veikinda barna í fjölskyldum með lágar tekjur og að stuðningur við þá sem eru í Medi-Cal verði takmarkaður við 10 læknisheimsóknir á ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×