Körfubolti

Magnús reyndi 16 þriggja stiga skot í fyrsta leiknum - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Magnús Þór Gunnarsson.
Magnús Þór Gunnarsson.
Magnús Þór Gunnarsson byrjaði vel með Aabyhøj-liðinu í dönsku úrvalsdeildinni um helgina en hann var með 17 stig og 5 stoðsendingar í 73-63 heimasigri á Team FOG Næstved.

Það er ljóst á tölfræði leiksins að Magnús hefur skotleyfi hjá Allan Foss þjálfara liðsins því hann skaut 16 þriggja stiga skotum á körfuna en fimm þeirra fóru rétta lið. Allt Aabyhøj-liðið skaut samtals 25 þriggja stiga skotum í leiknum.

Magnús skoraði stigin sín á tæpum 28 mínútum en hann skoraði fimmtán stig fyrir utan þriggja stiga línuna og tvö stig af vítalínunni. Magnús skaut reyndar aðeins einu sinni á körfuna í leiknum fyrir innan þriggja stiga línuna.

Magnús fékk mikið hrós fyrir frammistöðu sína en hér má sjá myndband með því helsta sem gerðist í leiknum þar á meðal nokkra þrista frá Magnúsi.

Arnar Freyr Jónsson gat ekki spilað með Aabyhøj-liðinu vegna meiðsla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×