Viðskipti erlent

Hagnaður Deutsche Bank langt umfram væntingar

Olaf Kayser greinandi hjá LBW bankanum í Manz í Þýskalandi segir að hið kröftuga uppgjör Deutsche Bank sé eingöngu að þakka árangri af fjárfestingarbankahlutanum
Olaf Kayser greinandi hjá LBW bankanum í Manz í Þýskalandi segir að hið kröftuga uppgjör Deutsche Bank sé eingöngu að þakka árangri af fjárfestingarbankahlutanum
Hagnaður Deutsche Bank á fyrsta ársfjórðungi ársins nam 1,76 milljörðum evra eða rúmlega 300 milljörðum kr. Þetta er 48% meiri hagnaður en á sama tímabili í fyrra og langt umfram væntingar sérfræðinga.

Í frétt um málið á Bloomberg segir að sérfræðingar hafi að meðaltali gert ráð fyrir að hagnaður bankans á ársfjórðungnum yrði um 1,33 milljarður evra.

Olaf Kayser greinandi hjá LBW bankanum í Manz í Þýskalandi segir að hið kröftuga uppgjör Deutsche Bank sé eingöngu að þakka árangri af fjárfestingarbankahlutanum. Það geti ekki haldið áfram til lengdar. Kayser segir að árangur annarra deilda bankans sé ekki ásættanlegur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×