Fótbolti

Þjálfara Fiorentina boðið að taka við ítalska landsliðinu eftir HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesare  Prandelli hafði betur gegn Rafael Benitez í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Cesare Prandelli hafði betur gegn Rafael Benitez í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Mynd/AFP
Cesare Prandelli, þjálfara Fiorentina, hefur verið boðið af ítalsksa knattspyrnusambandinu að taka við þjálfun ítalska landsliðsins þegar Marcello Lippi hættir með liðið eftir HM í sumar.

Hinn 61 árs gamli Marcello Lippi gerði Ítala að heimsmeisturum fyrir fjórum árum og hætti þá með liðið. Hann tók síðan aftur við liðinu eftir mikil vonbrigði hjá liðinu undir stjórn Roberto Donadoni á síðasta EM.

Fiorentina hefur gefið það út að Cesare Prandelli ráði því sjálfur hvað hann gerir en enginn þjálfari í ítölsku deildinni hefur verið lengur í starfi en Prandelli sem tók við Fiorentina liðinu 2005.

Prandelli er búinn að gera frábæra hluti með Fiorentina síðan að hann tók við liðinu en hann hefur breytt því úr fallbaráttuliði í lið sem fór allar leið inn í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Giancarlo Abete, forseti ítalska knattspyrnusambandsins, hefur gefið það út að hann vilji ganga frá eftirmanni Lippi áður en landsliðið fer til Suður-Afríku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×