Fótbolti

Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior

Real Madrid mun ekki refsa eða setja brasilíska knattspyrnumanninn Vinícius Júnior í leikbann vegna öfgafullra viðbragða og leiðinda leikmannsins eftir að honum var skipt út af í EL Clásico-leiknum á móti Barcelona á sunnudaginn.

Fótbolti

Fluttu fréttir af snjónum í Reykja­vík

Norðurírsku landsliðskonurnar virðast síður en svo hafa látið það á sig fá að lenda í snjókomunni miklu í Reykjavík í gær. Þær hafa brugðið á leik á samfélagsmiðlum á meðan að þær bíða eftir leiknum mikilvæga við Ísland í dag, í umspili Þjóðadeildarinnar í fótbolta.

Fótbolti

Sýknaður í al­var­legu ofbeldismáli

Eron Gojani, leikmaður Íslendingaliðsins HamKam í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta, var ákærður fyrir aðild að líkamsárás fyrr á þessu ári. Nú hefur átján ára gamli drengurinn verið sýknaður.

Fótbolti

FH bíður með að til­kynna nýjan þjálfara

FH hefur ákveðið að bíða með að tilkynna nýjan þjálfara en stefnt var að því að kynna arftaka Heimis Guðjónssonar nú áður en nóvember hefst. Frestunin gerir það að verkum að komið verður vetrarfrí í danska boltanum þegar tilkynningin loks berst.

Íslenski boltinn

Anguissa hetja meistaranna

Tveir leikir fóru fram í Serie A, efstu deild karla á Ítalíu, í kvöld. Ítalíumeistarar Napoli lögðu Lecce naumlega á meðan Atalanta og AC Milan gerðu 1-1 jafntefli.

Fótbolti

Leikið á Þróttara­velli á mið­viku­dag

Ákveðið hefur verið að leikur A landsliðs kvenna við Norður-Írland, sem fara átti fram á Laugardalsvelli í dag, þriðjudag, verði leikinn á Þróttarvelli í Laugardal á morgun, miðvikudag kl. 17:00. Frá þessu greinir Knattspyrnusamband Íslands á vefsíðu sinni.

Fótbolti

Hættir með Fram

Óskar Smári Haraldsson er hættur sem þjálfari kvennaliðs Fram. Undir hans stjórn hélt liðið sæti sínu í Bestu deild kvenna á nýliðnu sumri.

Íslenski boltinn

Landsliðskonur að­stoðuðu öku­menn í vanda

Landsliðskonur í fótbolta létu frestun fyrirhugaðs leiks við Norður-Írland í dag ekki á sig fá. Óljóst er hvenær leikurinn getur farið fram en þær aðstoðuðu þess í stað fólk í vanda á bílastæðum landsins.

Fótbolti

Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“

Niðurstaða stöðufundar fulltrúa UEFA, KSÍ og knattspyrnusambands Norður-Írlands er sú að fyrirhugaður landsleikur Íslands og Norður-Íra geti ekki farið fram á Laugardalsvelli í dag. Fulltrúarnir eru á leið í Kórinn í Kópavogi í skoðunarferð og standa vonir til að leikurinn fari þar fram í kvöld.

Fótbolti

„Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“

Íslenska kvennalandsliðið er 2-0 yfir í hálfleik í umspilinu um sæti í A-deildinni og því í mjög góðum málum fyrir seinni leikinn á móti Norður-Írlandi á Laugardalsvelli í kvöld. Einn af lykilmönnum íslensku varnarinnar var sátt með fyrri leikinn.

Fótbolti

Stöðufundur í Laugar­dal klukkan 10:30

Eftirlitsaðilar Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, munu funda klukkan 10:30 með dómurum leiks Íslands og Norður-Írlands, auk forráðamanna knattspyrnusambanda ríkjanna, vegna fyrirhugaðs leiks kvöldsins í Þjóðadeild kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli.

Fótbolti