Viðskipti erlent

Rifist um eignarhaldið á Facebook

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mark Zuckerberg hefur hingað til vera talinn vera hinn raunverulegi eigandi Facebook. Mynd/ AFP.
Mark Zuckerberg hefur hingað til vera talinn vera hinn raunverulegi eigandi Facebook. Mynd/ AFP.
Lítt þekktur amerískur maður fullyrðir að hann eigi 84% í Facebook samskiptavefnum. Dómstóll í New York þarf því að úrskurða um hvort Mark Zuckerberg, sem hingað til hefur verið sagður vera stofnandi og eigandi síðunnar, sé raunverulegur eigandi eða ekki.

Hinn lítt þekkti Ameríkani, sem heitir Paul D. Ceglia, fullyrðir að hann hafi greitt Zuckerberg 1000 bandaríkjadali, sem jafngildir 124 þúsund krónum, fyrir að stofna vefsíðu með nafninu Facebook.

Ceglia segir að þeir hafi samið um að skipta eignarhlutanum jafnt á milli sín en ef Zuckerberg væri ekki búinn að setja vefinn upp á umsömdum tíma þyrfti hann að greiða Ceglia 1% eignarhlut í vefnum í dagsektir fyrir sérhvern dag.

Eftir því sem fram kemur á danska viðskiptavefnum epn.dk var síðan tilbúin 4. febrúar árið 2004. Ceglia telur að samkvæmt því eigi hann með réttu 84% í vefnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×