Körfubolti

Helena og félagar í TCU enduðu árið 2010 með góðum sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helena Sverrisdóttir.
Helena Sverrisdóttir. Mynd/Heimasíða TCU
Helena Sverrisdóttir átti fínan leik þegar TCU vann 76-55 sigur á nágrönnum sínum í Texas Southern í bandaríska háskólaboltanum í nótt. Þetta var síðasta leikur ársins hjá TCU en liðið hefur unnið 7 af 13 leikjum sínum á tímabilinu.

Helena var með 13 stig, 6 fráköst, 6 stoðsendingar og 4 stolna bolta í leiknum en hún hitti úr 5 af 8 skotum sínum þar af 3 af 4 skotum fyrir utan þriggja stiga línuna.

Helena komst líka í leiknum upp í 2. sætið yfir flestar stoðsendingar í sögu TCU-skólans en hún hefur nú gefið 450 slíkar á félaga sína í liðinu.

„Hún hefur mikla yfirsýn og getur gefið stoðsendingar allstaðar á vellinum. Hún er búin að vera mjög stöðug öll fjögur árin," sagði Jeff Mitte, þjálfari TCU, um afrek Helenu eftir leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×