Körfubolti

Jakob góður í útisigri Sundsvall - tap hjá Helga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jakob Örn Sigurðarson.
Jakob Örn Sigurðarson. Mynd/Daníel
Jakob Örn Sigurðarson átti góðan leik í kvöld þegar Sundsvall vann 88-81 sigur á Boras á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Helgi Már og félagar í Solna urðu hinsvegar að sætta sig við 68-72 tap fyrir Södertalje á heimavelli.

Jakob var með 22 stig, 4 stoðsendingar og 4 stolna bolta hjá Sundsvall og var næststigahæsti leikmaður liðsins. Jakob hitti úr 4 af 10 þriggja stiga skotum sínum og tapaði ekki einum einasta bolta.

Helgi Már átti góðan innkomu af bekknum hjá Solna en það dugði þó ekki til sigurs. Helgi var með 11 stig, 4 fráköst og 2 stoðsendingar en 9 af stigum hans komu í fyrri hálfleik.

Plannja vann 103-95 sigur á toppliði Norrköping og heldur því fjögurra stiga forskoti á Sundsvall í baráttunni um annað sætið. Solna er hinsvegar orðið sex stigum á eftir Sundsvall.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×