Viðskipti erlent

Frakkland komið í sviðsljósið vegna skuldasúpu

Frakkland er nú komið í sviðsljós þeirra ríkja í Evrópu sem glíma við mikla skuldasúpu.

Talið er að hallinn á fjárlögum franska ríkisins muni nema rúmlega 8% í ár en samkvæmt reglum ESB má hallinn ekki vera meiri en 3%.

Francois Baroin efnahags- og viðskiptamálaráðherra Frakklands segir í viðtali á sjónvarpsstöðinni Canal Plus að erfitt muni verða að halda lánshæfiseinkunn Frakklands án verulegs niðurskurðar á fjárlögunum.

Frakkland er nú með einkunnina AAA- og verður hún varin með öllum tiltækum ráðum að sögn Baroin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×