Viðskipti erlent

Írar hafa ekki sótt um neyðarlán

Evrópusambandið hefur lagt hart að Írum að sækja um neyðarlán samkvæmt Wall Street Journal.
Evrópusambandið hefur lagt hart að Írum að sækja um neyðarlán samkvæmt Wall Street Journal.

Írar hafa ekki sóst eftir neyðarláni frá Evrópusambandnu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum líkt og BBC greindi frá og Vísir hafði svo eftir í gær. Þá greindi BBC frá því að Írar hefðu sótt um allt að 80 milljarða evra lán hjá stofnununum.

Þessu neita írsk yfirvöld enn þá og halda því fram að landið hafi fjármagnað sig fram á mitt næsta ár. Þá taka Írarnir það einnig skýrt fram að það sé ekkert svipað með hruni Grikklands og erfiðri stöðu Írlands.

Þannig bendir Batt O'Keeffe, viðskiptamálaráðherra Íra, á það í útvarpsviðtali að Írar eigi lífeyrissjóð upp á 25 milljarða evra.

Wall Street Journal heldur því hinsvegar fram að Evrópusambandið hafi hvatt Íra til þess að sækja um neyðarlán til þess að endurreisa traust efnahagslífsins í Írlandi sem hefur átt verulega erfitt uppdráttar síðan kreppan skall á.

Írar horfa nú fram á að þurfa að skera niður um 15 milljarða evra á næstu fjórum árum. Þar af þurfa þeir að skera niður um 6 milljarða á næsta ári.


Tengdar fréttir

Írar sækja um neyðarlán

Írsk stjórnvöld eiga í viðræðum við Evrópusambandið um fjárhagslegan stuðning samkvæmt heimildum fréttastofu BBC. Þar kemur fram að Írar muni hugsanlega fá neyðarlán upp á 80 milljarða evra. Ráðmenn hafa ekki beinlínis neitað fréttum BBC um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×