Körfubolti

Ótrúleg sigurganga hjá Connecticut - 89 sigurleikir í röð

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Geno Auriemma hefur þjálfað liðið frá árinu 1985 og undir hans stjórn hefur liðið unnið 745 leiki en tapað aðeins 122 en það gerir um 86% vinningshlutfall.
Geno Auriemma hefur þjálfað liðið frá árinu 1985 og undir hans stjórn hefur liðið unnið 745 leiki en tapað aðeins 122 en það gerir um 86% vinningshlutfall. AP

Kvennalið Connecticut háskólans í körfubolta setti nýtt met í hópíþróttum á þriðjudaginn þegar liðið sigraði Florida State 93-63 í NCAA háskóladeildinni. „UConn Huskies" eins og liðið er kallað vestanhafs hefur nú unnið 89 deildarleiki í röð og bætti met karlaliðs UCLA sem vann 88 leiki í röð á árunum 1971-1974.

Connecticut hefur sjö sinnum sigrað í NCAA deildinni (1995, 2000, 2002, 2003, 2004, 2009, 2010) og alls hefur liðið komist 11 sinnum í undanúrslit eða Final Four. Síðasti tapleikur liðsins var árið 2008 í undanúrslitum gegn Stanford.

Geno Auriemma hefur þjálfað liðið frá árinu 1985 og undir hans stjórn hefur liðið unnið 745 leiki en tapað aðeins 122 en það gerir um 86% vinningshlutfall.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×