Fótbolti

Buffon ætlar að hætta þegar hann kemst ekki lengur í landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gianluigi Buffon.
Gianluigi Buffon. Mynd/AFP
Gianluigi Buffon, markvörður Juventus og ítalska landsliðsins, segir að framtíð hans með ítalska landsliðinu ráði algjörlega framtíð hans í fótboltanum. Buffon sem er 32 ára gamall, ætlar að leggja skóna á hilluna þegar hann verður ekki lengur valinn í landsliðið.

Gianluigi Buffon uppljóstraði þessum framtíðarplönum sínum í viðtali við vikublaðið A. „Þegar þeir velja mig ekki lengur í landsliðið þá mun ég hætta í fótbolta. Ég vil ekki halda áfram að spila endalaust," sagði Buffon í þessu viðtali.

Buffon er meiddur á mjöðm þessa dagana en ætti að snúa aftur eftir tvær vikur. Buffon hefur leikið með Juventus frá árinu 2001 en hann hefur spilað 100 landsleiki fyrir Ítalíu og verið átta sinnum valinn besti markvörður ítölsku deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×