Körfubolti

Langbesti leikur Loga í franska boltanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Gunnarsson í landsleik.
Logi Gunnarsson í landsleik.

Logi Gunnarsson lék mjög vel með St. Etienne í frönsku C-deildinni í körfubolta um helgina en Logi var með 22 stig á 28 mínútum af bekknum í 93-75 heimasigri á Denain.

Logi hitti úr 7 af 10 skotum sínum í leiknum þar af 3 af 5 fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann var einnig með 3 stoðsendinga, 2 stolna bolta og 2 fráköst.

Logi hafði mest áður skoraði 16 stig í einum leik með St. Etienne í vetur en fyrir leikinn var hann búinn að skora 4,8 stig að meðaltali á 18 mínútum í leik.

St. Etienne hefur ekki gengið nægilega vel í vetur en liðið er sem stendur í 14. sæti af 18 liðum en liðið þó á enn einn leik inni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×