Viðskipti erlent

Gott uppgjör hjá Deutsche Bank

Deutsche Bank skilaði góðu uppgjöri fyrir annan ársfjórðung ársins en hreinn hagnaður bankans á tímabilinu nam 1,2 milljarði evra eða tæplega 190 milljörðum kr. Á sama tímabili í fyrra var hagnaður bankans 1,1 milljarði kr.

Í frétt um málið á börsen.dk segir að hagnaður Deutsche Bank hafi verið nokkuð yfir væntingum sérfræðinga. Þannig spáði hópur þeirra á Bloomberg fréttaveitunni að hagnaðurinn yrði 1,05 milljarðar evra.

Skýringin á þessum góða hagnaði liggur m.a. í því að afskrifir bankans á öðrum ársfjórðungi voru töluvert minni en gert hafði verið ráð fyrir. Afskriftirnar námu 243 milljónum evra en reiknað var með að þær myndu nema 450 milljónum evra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×