Versnandi tengsl Breta og Íslands valda áhyggjum í Grimsby 7. janúar 2010 08:45 Hinir fornfrægu löndunarstaðir Íslendinga í Grimsby og Hull hafa verulegar áhyggjur af versnandi diplómatískum tengslum Bretlands og Íslands. Fram kemur í frétt um málið á fréttasíðunni FISHupdate að störf um 5.000 manns í þessum bæjarfélögum eru háð fiskinnflutningi frá Íslandi. Fram kemur í umfjöllun vefsíðunnar að fólk í þessum tveimur bæjarfélögum, og nærliggjandi héruðum, þ.e. Humbersvæðinu, man vel eftir síðasta þorskastríði Íslands og Bretlands sem olli miklum truflunum á atvinnulífi fjölda fólks. Telja þeir deiluna nú þá verstu síðan að þorskastríðunum lauk. Þá er rifjað upp að þegar efnahagslíf Íslands hrundi haustið 2008 hafi allir flutningar á fiski frá Íslandi til Humber svæðisins stöðvast. Ástæðan var harkalegar aðgerðir breskra stjórnvalda sem ollu því að öll bankaviðskipti milli landanna lágu niðri. Íbúar Humber svæðisins telja ólíklegt að það gerist aftur að allur fiskútflutningur frá Íslandi til þeirra stöðvist. Er þar einkum litið til þess að persónuleg og viðskiptaleg tengsl fiskiðnaðarins við Íslendinga séu með afbrigðum góð. Óttinn beinist einkum að því að aðgerðir stjórnvalda gætu spillt þessum tengslum. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hinir fornfrægu löndunarstaðir Íslendinga í Grimsby og Hull hafa verulegar áhyggjur af versnandi diplómatískum tengslum Bretlands og Íslands. Fram kemur í frétt um málið á fréttasíðunni FISHupdate að störf um 5.000 manns í þessum bæjarfélögum eru háð fiskinnflutningi frá Íslandi. Fram kemur í umfjöllun vefsíðunnar að fólk í þessum tveimur bæjarfélögum, og nærliggjandi héruðum, þ.e. Humbersvæðinu, man vel eftir síðasta þorskastríði Íslands og Bretlands sem olli miklum truflunum á atvinnulífi fjölda fólks. Telja þeir deiluna nú þá verstu síðan að þorskastríðunum lauk. Þá er rifjað upp að þegar efnahagslíf Íslands hrundi haustið 2008 hafi allir flutningar á fiski frá Íslandi til Humber svæðisins stöðvast. Ástæðan var harkalegar aðgerðir breskra stjórnvalda sem ollu því að öll bankaviðskipti milli landanna lágu niðri. Íbúar Humber svæðisins telja ólíklegt að það gerist aftur að allur fiskútflutningur frá Íslandi til þeirra stöðvist. Er þar einkum litið til þess að persónuleg og viðskiptaleg tengsl fiskiðnaðarins við Íslendinga séu með afbrigðum góð. Óttinn beinist einkum að því að aðgerðir stjórnvalda gætu spillt þessum tengslum.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira