Körfubolti

Magnús búinn að skora flesta þrista í dönsku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Magnús Þór Gunnarsson.
Magnús Þór Gunnarsson.

Magnús Þór Gunnarsson hefur byrjað vel með danska liðinu Aabyhøj og átti nú síðast mjög góðan leik í naumu tapi eftir framlengingu á móti Horsens í fyrrakvöld. Magnús skoraði 22 stig í leiknum eða meira en allir aðrir á vellinum og setti hann meðal annars niður 6 af 10 þriggja stiga skotum sínum.

Magnús hefur alls skorað 17 þrista í fyrstu fimm umferðum dönsku deildarinnar eða meiri en allir aðrir leikmenn í deildinni. Magnús er að skora 3,4 þriggja stiga körfur að meðaltali í leik en hann er með 13,4 stig og 2,4 stoðsendingar að meðaltali á 28,3 mínútum í leik.

Magnús hefur skorað fjóra þrista eða meira í þremur af fimm leikjum sínum þar af hefur hann hitt úr 10 af síðustu 17 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna.

Magnús hefur skorað tveimur þriggja stiga körfum meira en Andreas Jakobsen hjá Bakken Bears sem kemur næstur á listanum. Magnús hefur hitt úr 37,8 prósent þriggja stiga skotum sínum en Jakobsen hefur verið sjóðheitur fyrir utan og státar af 51,7 prósent þriggja stiga skotnýtingu í fyrstu fimm umferðunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×