Viðskipti erlent

Starfsmönnum GM bannað að segja Chevy

Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors hefur bannað starfsmönnum sínum að stytta nafnið á bílategundinni Chevrolet í Chevy, líkt og mörgum Bandaríkjamönnum er tamt.

Í tilkynningu frá General Motors segir að þeir séu ekki að letja viðskiptavini sína og aðra til að nota Chevy-nafnið, heldur sé þetta leið til að allir starfsmenn sendi ætíð frá sér sömu skilaboðin, segir í frétt Reuters.

Þegar litið er til þekktustu vörumerkja heims, líkt og Coke eða Apple, þá leggja þau ríka áherslu á samkvæmni í sínu markaðsstarfi, segir í nótu til starfsmanna General Motors.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×