Fótbolti

Forseti Inter segir Mourinho ekki hafa samið við Real Madrid

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Jose Mourinho, þjálfari Inter.
Jose Mourinho, þjálfari Inter.
Massimo Moratti, forseti Inter, vonar að sitt lið komi heim til Ítalíu með bikarinn eftirsótta en þeir mæta FC Bayern í úrslitaleik meistaradeildar evrópu í kvöld. Moratti gat ekki gefið skýr svör um framtíð þjálfara liðsins, Jose Mourinho, en hann hefur verið sterklega orðaður við stjórastöðuna hjá Real Madrid. „Ég er ánægður að vera kominn í úrslitaleikinn. Tvö sterkustu liðin mætast í þessum leik og þessi dagur verður okkur mjög mikilvægur," sagði Moratti við ítalska fjölmiðla. Margir vilja meina að þetta verði síðasti leikur Jose Mourinho með liðið en það sást til Moratti á æfingarsvæði Inter þar sem hann ræddi við Mourinho og tók í hönd hans líkt og hann væri að þakka fyrir tíma hans hjá félaginu. Moratti vill þó ekki meina að svo hafi verið. „Þetta var ekki kveðjustund," svaraði Moratti. „Ég held að hann hafi ekki samið við Real Madrid."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×