Viðskipti erlent

Lada bílar aftur framleiddir í Bretlandi

Ákveðið hefur verið að hefja aftur framleiðslu á Lada bílum í Bretlandi. Það eru frönsku bílasmiðirnir Renault sem standa að baki þessum áformum.

Lada bílar hafa áður verið framleiddir í Bretlandi en verksmiðjunni var lokað árið 1997. Samkvæmt frétt um málið í Daily Mail er ætlunin að auglýsa Lada sem ódýran og hagkvæman kost í kreppunni.

Líklegt er talið að bílarnir muni kosta undir 5.000 pundum eða vel innan við 2 milljónir þegar þeir koma á göturnar á næsta ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×