Fótbolti

Sjóðheitt undir Benítez - Tekur Luis Figo við?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Luis Figo gæti orðið næsti þjálfari Inter.
Luis Figo gæti orðið næsti þjálfari Inter.

Rafa Benítez, þjálfari Inter, hefur sagt að hann lesi ekki blöðin. Það er kannski eins gott því að í ítölskum fjölmiðlum um þessar mundir er fátt jákvætt að finna um hann.

Eftir áskrift að Ítalíumeistaratitlinum undanfarin ár er Inter að missa af lestinni þetta tímabilið og hitnaði enn frekar undir Benítez þegar liðið beið lægri hlut fyrir Lazio um helgina.

Liðið er að fara að keppa í heimsmeistarakeppni félagsliða og telja ítalskir miðlar líklegt að þar sé síðasta tækifæri Benítez til að bjarga starfinu. Ef hann verður rekinn er líklegast að hinn portúgalski Luis Figo taki við út tímabilið.

Figo er fyrrum leikmaður Inter og er nú í þjálfaraliði félagsins. Einnig er Walter Zenga orðaður við starfið en Zenga starfar nú hjá liði í Sádi-Arabíu eftir að hafa áður haldið um stjórnartaumana hjá Palermo og Catania á Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×