Fótbolti

Kalt á milli Buffon og Del Neri

Elvar Geir Magnússon skrifar

Samband markvarðarins Gianluigi Buffon hjá Juventus og þjálfarans Gigi Del Neri er ekki upp á það besta. Pirringur er milli þeirra og hefur umboðsmaður Buffon sagt að henn hefði sektað Del Neri ef hann væri í stjórn Juventus.

Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum var Del Neri ekki sáttur við hve lítið Buffon sást á æfingasvæði félagsins á meðan hann var að jafna sig af langtíma meiðslum. Í viðtali í gær sagði Del Neri að Buffon ætti ekki öruggt sæti í liðinu en Buffon er talinn meðal bestu markvarða heims.

Marco Storari  hefur staðið sig vel í marki Juventus og nú þegar Buffon er kominn aftur eftir meiðsli þarf hann að slá Storari út. „Skjólstæðingi mínum er sýnt virðingarleysi. Ef ég væri forseti Juventus myndi ég sekta Del Neri fyrir ummæli sín," sagði umboðsmaður Buffon.

Ítalskir fjölmiðlar velta því nú fyrir sér hvort dagar Buffon hjá Juventus verði brátt taldir en markvörðurinn hefur í gegnum tíðina verið oft orðaður við Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×