Viðskipti erlent

Goldman Sachs samþykkir mestu sekt í bankasögunni

Goldman Sachs hefur samþykkt að greiða mestu sekt sem nokkurn tíma hefur verið lögð á einn banka í Bandaríkjunum.

Sektin nemur 550 milljónum dollara eða tæplega 68 milljörðum króna. Sektin er niðurstaða samkomulags við bandaríska fjármálaeftirlitið sem var með umfangsmikla lögsókn í undirbúningi gegn Goldman Sachs fyrir markaðsmisnotkun í tengslum við svokölluð undirmálslán í Bandaríkjunum.

Samkvæmt samkomulaginu mun Royal Bank of Scotland fá 100 milljónir dollara í skaðabætur og IKB Deutsche Industriebank fá 150 milljónir dollara. Afganginn fær ríkissjóður Bandaríkjanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×