Viðskipti erlent

Olíuverðið ekki hærra í þrjátíu mánuði

Hlutabréf féllu í verði um allan heim í dag og óöldin í Líbíu varð til þess að hækka verð á hráolíu í hæstu hæðir. Það hefur ekki veið hærra í 30 mánuði. Fjárfestar óttast nú að óróinn í miðausturlöndum breiðist til annara olíuframleiðsluríkja og að hann geti haft áhrif á hagvöxt um heim allan.

Hráolíuverð rauk upp í London og í New York og verð á gulli hækkaði einnig.

Líbía er þriðja mesta olíuframleiðsluríki Afríku og kemur þar á eftir Nígeríu og Angola.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×