Körfubolti

37 íslensk stig í Stjörnuleiknum í Svíþjóð - Logi í sigurliði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Gunnarsson.
Logi Gunnarsson. Mynd/Daníel
Logi Gunnarsson og félagar í Suðurliðinu höfðu betur á móti Hlyni Bæringssyni og Jakobi Sigurðarsyni í Norðurliðinu í Stjörnuleik sænska körfuboltans í kvöld. Logi skoraði fimmtán stig í 128-117 sigri en Jakob var með fjórtán stig og Hlynur skoraði átta stig.

Logi var með 15 stig, 2 fráköst og 2 stoðsendingar á 24 mínútum en hann hitti úr 6 af 12 skotum sínum þar af 3 af 6 fyrir utan þriggja stiga línuna.

Jakob var með 14 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar á 22 mínútum en hann hitti úr 5 af 9 skotum sínum þar af 4 af 8 fyrir utan þriggja stiga línuna.

Hlynur var með 8 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar á 21 mínútu en hann hitti úr 4 af 8 skotum sínum.

Hlynur Bæringsson var með 4 stig, 5 fráköst og 2 stoðsendingar á fyrstu 5 mínútunum en Suðurliðið var með frumkvæðið í upphafi leiks og þremur stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 30-27.

Logi og félagar komust síðan í 42-21 eftir aðeins þriggja mínútna leik í öðrum leikhluta og voru að lokum fjórtán stigum yfir í hálfleik, 64-40. Hlynur var með 8 stig, 6 fráköst og 3 stoðsendingar i fyrri hálfleik, Logi skoraði 4 stig en Jakob var ekki kominn á blað.

Jakob fór í gang í þriðja leikhlutanum og skoraði þá 12 stig og hjálpaði Norðurliðunu að komast 89-86 yfir. Norðanmenn unnu leikhlutann 39-22. Hlynur og Logi bættu ekki við stigum í þessum leikhluta.

Logi Gunnarsson fór í stuð í fjórða leikhlutanum og skoraði þá 11 stig á fyrstu sex mínútum leikhlutans og hjálpaði sínu liði að ná ellefu stiga forskoti, 114-103. Sunnanmenn tryggðu sér síðan á endanum ellefu stiga sigur, 128-117.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×