Skortstöður gegn dollaranum slá met 7. mars 2011 13:46 Vogunarsjóðir og gjaldmiðlasalar hafa veðjað metupphæðum á að dollarinn muni veikjast á næstunni. Skortstöður gegn dollaranum á markaðinum í Chicago námu 39 milljörðum dollara í upphafi mánaðarins en fyrra met var sett árið 2007 þegar þessar stöður námu 36 milljörðum dollara. Fjallað er um málið í Financial Times. Þar segir að skortstöður gegn dollaranum hafi aukist um 11,5 milljarða dollara í síðustu viku febrúarmánaðar. Skortstöðusamningum á Chicago Mercantile Exchange (CME) markaðinum fjölgaði úr á þessu tíma úr rúmlega 200.000 og í rúmlega 281.000 samninga. CME þykir endurspegla vel hvað vogunarsjóðir og spákaupmenn eru að hugsa og gera á hverjum tíma. Helstu ástæður þess að spákaupmenn veðja nú gegn dollaranum er ástandið fyrir botni Miðjarðarhafsins, að Bandaríkjastjórn hvorki gengur né rekur að ná tökum á fjárlagahalla landsins og hækkandi olíuverð. Þá telja margir að dollarinn sé ekki lengur sú örugga höfn sem hann var hér áður fyrr þegar eitthvað bjátaði á í efnahagsmálum heimsins. Á móti þessu hafa spákaupmenn aukið verulega langtímastöður sínar í evrunni. Þeir reikna með að evran muni styrkjast á næstunni og horfa þar til þess að allar líkur séu á að stýrivextir á evrusvæðinu verði hækkaðir bráðlega. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Vogunarsjóðir og gjaldmiðlasalar hafa veðjað metupphæðum á að dollarinn muni veikjast á næstunni. Skortstöður gegn dollaranum á markaðinum í Chicago námu 39 milljörðum dollara í upphafi mánaðarins en fyrra met var sett árið 2007 þegar þessar stöður námu 36 milljörðum dollara. Fjallað er um málið í Financial Times. Þar segir að skortstöður gegn dollaranum hafi aukist um 11,5 milljarða dollara í síðustu viku febrúarmánaðar. Skortstöðusamningum á Chicago Mercantile Exchange (CME) markaðinum fjölgaði úr á þessu tíma úr rúmlega 200.000 og í rúmlega 281.000 samninga. CME þykir endurspegla vel hvað vogunarsjóðir og spákaupmenn eru að hugsa og gera á hverjum tíma. Helstu ástæður þess að spákaupmenn veðja nú gegn dollaranum er ástandið fyrir botni Miðjarðarhafsins, að Bandaríkjastjórn hvorki gengur né rekur að ná tökum á fjárlagahalla landsins og hækkandi olíuverð. Þá telja margir að dollarinn sé ekki lengur sú örugga höfn sem hann var hér áður fyrr þegar eitthvað bjátaði á í efnahagsmálum heimsins. Á móti þessu hafa spákaupmenn aukið verulega langtímastöður sínar í evrunni. Þeir reikna með að evran muni styrkjast á næstunni og horfa þar til þess að allar líkur séu á að stýrivextir á evrusvæðinu verði hækkaðir bráðlega.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira