Körfubolti

Hlynur og Jakob deildarmeistarar í Svíþjóð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Valli
Sundsvall Dragons, lið Hlyns Bæringssonar og Jakobs Sigurðarsonar, tryggði sér í kvöld deildarmeistaratitilinn í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta með sigri á 08 Stockholm á útivelli, 97-89.

Staðan í hálfleik var 44-41, Sundsvall í vil, en munaði mestu um góðan þriðja leikhluta hjá Sundsvall þegar liðið skoraði 28 stig gegn átján frá heimamönnum.

Jakob var stigahæstur leikmanna Sundsvall í leiknum og skoraði 24 stig á 31 mínútu. Hann setti niður fjóra þrista í aðeins fimm tilraunum í leiknum.

Hlynur lék í aðeins rúmar þrettán mínútur en skoraði þó fjórtán stig, tók fimm fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Hlynur klikkaði aðeins á einu skoti í leiknum.

Deildakeppninni er ekki lokið en Sundsvall er með átta stiga forystu á næsta lið, LF Basket, þegar þrjár umferðir eru eftir. Sundsvall er því öruggt með fyrsta sætið og þar með heimavallarréttinn alla úrslitakeppnina.

LF Basket vann í kvöld sigur á Uppsala Basket, 92-80. Helgi Már Magnússon lék í tíu mínútur með Uppsala en komst ekki á blað í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×