Miklar líkur á fyrstu vaxtahækkun ECB í tvö ár 1. apríl 2011 16:00 Miklar líkur eru á að Evrópski seðlabankinn (ECB) hækki vexti í næstu viku, og verður það þá fyrsta breyting á vöxtum bankans frá því hann lauk vaxtalækkunarferli sínu fyrir tæpum tveimur árum síðan. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að í nýlegri könnun Reuters meðal greinenda fjármálafyrirtækja var útkoman sú að 76 af 80 svarendum gera ráð fyrir að ECB hækki vexti sína næstkomandi fimmtudag, þann 7. apríl næstkomandi Stýrivextir ECB eru nú 1%, og gera greinendur ráð fyrir að þeir hækki um 0,25 prósentur í næstu viku. Í kjölfarið er hóflegum vaxtahækkunum spáð og áætla greinendur að jafnaði að vextirnir verði komnir í 1,75% í lok ársins og 2,5% í árslok 2012. Ástæða væntinga um vaxtahækkanir ECB er verðbólguþrýstingur á evrusvæðinu, en hann hefur verið nokkur undanfarið. Í gær voru birtar tölur um þróun neysluverðs á evrusvæði í mars. Kom þar í ljós að verðbólga undanfarna 12 mánuði mælist nú 2,6% , en verðbólga á þennan kvarða mældist 2,4% í febrúar. Peningastefna ECB miðast við að halda verðbólgu undir, en sem næst, 2% og hefur verðbólga verið yfir því marki síðan í desember síðastliðnum. Þótt rætur aukinnar verðbólgu á evrusvæði liggi fremur í hækkun hrávöru- og orkuverðs en eftirspurnarþrýstingi heimamanna hafa ráðamenn ECB áhyggjur af því að hærri verðbólguvæntingar séu að festast í sessi. Hafa þeir því undanfarið látið meira og meira í veðri vaka að hækkun vaxta sé í farvatninu. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Miklar líkur eru á að Evrópski seðlabankinn (ECB) hækki vexti í næstu viku, og verður það þá fyrsta breyting á vöxtum bankans frá því hann lauk vaxtalækkunarferli sínu fyrir tæpum tveimur árum síðan. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að í nýlegri könnun Reuters meðal greinenda fjármálafyrirtækja var útkoman sú að 76 af 80 svarendum gera ráð fyrir að ECB hækki vexti sína næstkomandi fimmtudag, þann 7. apríl næstkomandi Stýrivextir ECB eru nú 1%, og gera greinendur ráð fyrir að þeir hækki um 0,25 prósentur í næstu viku. Í kjölfarið er hóflegum vaxtahækkunum spáð og áætla greinendur að jafnaði að vextirnir verði komnir í 1,75% í lok ársins og 2,5% í árslok 2012. Ástæða væntinga um vaxtahækkanir ECB er verðbólguþrýstingur á evrusvæðinu, en hann hefur verið nokkur undanfarið. Í gær voru birtar tölur um þróun neysluverðs á evrusvæði í mars. Kom þar í ljós að verðbólga undanfarna 12 mánuði mælist nú 2,6% , en verðbólga á þennan kvarða mældist 2,4% í febrúar. Peningastefna ECB miðast við að halda verðbólgu undir, en sem næst, 2% og hefur verðbólga verið yfir því marki síðan í desember síðastliðnum. Þótt rætur aukinnar verðbólgu á evrusvæði liggi fremur í hækkun hrávöru- og orkuverðs en eftirspurnarþrýstingi heimamanna hafa ráðamenn ECB áhyggjur af því að hærri verðbólguvæntingar séu að festast í sessi. Hafa þeir því undanfarið látið meira og meira í veðri vaka að hækkun vaxta sé í farvatninu.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira