Körfubolti

Jakob sá eini sem spilaði alla leikina - lék í rúmar 1625 mínútur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jakob Sigurðarson.
Jakob Sigurðarson. Mynd/Valli
Jakob Sigurðarson var að spila sinn 51. leik á tímabilinu þegar hann og félagar hans í Sundsvall Dragons tryggðu sér sænska meistaratitilinn í gær. Jakob var eini leikmaður meistarana sem spilaði alla leiki tímabilsins.

Jakob spilaði alls í 1625 mínútur og 8 sekúndur sem þýðir að hann var inn á vellinum í 27 klukkutíma og rétt rúmar 5 mínútur. Auk þess að spila flesta leiki og flestar mínútur hjá Sundsvall á leiktíðinni þá var hann einnig sá leikmaður liðsins sem skoraði flestar þriggja stiga körfur og gaf flestar stoðsendingar.

Jakob var með 16,1 stig og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik á 31,5 mínútum að meðaltali. Hann skoraði alls 140 þriggja stiga körfur eða 2,7 í leik en 42 prósent þriggja stiga skot hans rötuðu rétta leið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×