Körfubolti

Jakob með flesta þrista og Hlynur með flestar stoðsendingar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson.
Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson. Mynd/Valli
Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson spila í dag hreinan úrslitaleik um sænska meistaratitilinn í körfubolta þegar lið þeirra Sundsvall Dragons tekur á móti Norrköping Dolphins í sjöunda leik liðanna í úrslitaeinvíginu.

Sundsvall vann dramatískan sigur í síðastan leik og fær oddaleikinn á heimavelli af því að liðið varð deildarmeistari fyrr í vetur. Leikurinn í dag hefst klukkan 16.10 að íslenskum tíma.

Þeir Hlynur og Jakob hafa verið í aðalhlutverki í úrslitaeinvíginu og eru áberandi á mörgum tölfræðilistum.

Jakob hefur skorað flestar þriggja stiga körfur í einvígu eða 19 í 6 leikjum (3,2 í leik) en Jakob hefur nýtt 42 prósent langskota sinna sem er önnur besta nýtingin í einvíginu.

Hlynur hefur gefið flestar stoðsendingar í einvíginu eða 4,2 að meðaltali í leik en Hlynur er síðan í 2. sæti í fráköstum (9,0), stolnum boltum (1,7) og í framlagi (20,0 í leik) en þar er liðsfélagi hans Alex Wesby í efsta sæti. Jakob er með áttunda hæsta framlagið í einvíginu.

Jakob er í fjórða sæti yfir flest stig (14,8) en Hlynur er þar í fimmta sæti með 14,3 að meðaltali í leik. Jakob er líka í 4. sæti yfir flestar stoðsendingar (2,3) og aðeins Alex Wesby hefur spilað meira en þeir Hlynur og Jakob í þessu einvígi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×