Fótbolti

Kaká hefur ekki áhuga á að fara til Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kaká er ánægður hjá Madrid.
Kaká er ánægður hjá Madrid.
Brasilíumaðurinn Kaká segist ekki hafa neinn áhuga á því að yfirgefa Real Madrid og er ekkert að hugsa um lið á Ítalíu og Englandi.

Kaká, sem kostaði 60 milljónir punda árið 2009, á ekki fast sæti í liði Madrid og hefur verið sterklega orðaður við Chelsea þar sem hans gamli stjóri, Carlo Ancelotti, er enn við stjórnvölinn.

"Ég vil spila áfram með Real Madrid. Það hefur ekkert með mig að gera að móðir mín sé að flytja til London. Hún er predikari og er að fara til London að tala um Guð," sagði Kaká.

"Mín áskorun er í Madrid. Ég vil ekki hugsa um neitt annað. Síðustu tvö ár hafa verið erfið. Þó svo samband mitt við Carlo sé gott þá vil ég í sannleika bara vera áfram hjá Madrid."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×