Viðskipti erlent

Microsoft spáir í Skype

Tölvurisinn Microsoft er nú í viðræðum við eigendur Skype um að fyrirtækið kaupi forritið, sem gerir fólki kleift að tala saman í gegnum Internetið í stað þess að nota síma.

Viðskiptablaðið Wall Street Journal greinir frá þessu og segir að Microsoft þurfi að reiða fram allt að 8,5 milljarða dollara en það yrðu stærstu kaup fyrirtækisins til þessa. 663 milljónir manna nota Skype tölvusímann en fyrirtækið er staðsett í Lúxemborg og er í eigu stórs hóps fjárfesta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×