Viðskipti erlent

Álverðið aftur á uppleið

Heimsmarkaðsverð á áli er aftur á uppleið. Stendur verðið nú í 2.607 dollurum á tonnið á markaðinum í London og hefur hækkað um ríflega 100 dollara frá því í síðustu viku.

Eins og sést af línuritinu með þessari frétt hefur álverðið sveiflast töluvert í maí mánuði. Verðið fór í tæplega 2.800 dollara á tonnið í upphafi mánaðarins en gaf síðan hraustlega eftir eins og raunar önnur hrávara sem mæld er í dollurum. Neðst fór verðið í undir 2.500 dollara í síðustu viku.

Álverðið hefur verið mjög hátt undanfarið samanborið við meðalverð þess á síðasta ári sem var 2.197 dollarar á tonnið. Meðalverðið á síðasta ári var svo töluvert yfir væntingum sérfræðinga sem höfðu spáð því í upphafi ársins að það yrði rétt rúmir 1.900 dollarar á tonnið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×