Viðskipti erlent

Seðlabankastjóri Bandaríkjanna varar við nýrri kreppu

Mynd/AP
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, varar við nýrri efnhagskreppu. Hann segir lánshæfismat Bandaríkjanna í hættu ef þingmenn koma sér ekki saman um fjárlög og nái að stoppa upp í gríðarlega stórt gat í fjárlögum landsins.

Seðlabankastjórinn segir erfiðleika í Bandaríkjunum geta haft umtalsverð áhrif á efnahag annarra landa. Leiðtogar í þinginu segja að stóru flokkarnir stefni á að komast að sameiginlegri niðurstöðu hvað fjárlögin varðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×