Viðskipti erlent

Olíuverð lækkar eftir nýja bandaríska hagvaxtarspá

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkaði í morgun í fyrsta sinni í vikunni. Ástæðan er að bandaríski seðlabankinn hefur dregið úr væntingum sínum um hagvöxt þar í landi á þessu ári.

Verð á Brent-olíunni lækkaði um rúmt prósentustig og stendur nú í tæpum 113 dollurum á tunnuna. Í frétt um málið á börsen.dk segir að Ben Bernanke seðlabankastjóri Bandaríkjanna hafi sagt á stýrivaxtafundi bankans í gærdag að bankinn vænti þess nú að hagvöxtur í Bandaríkjunum í ár verði 2,8% en fyrri spá bankans hljóðaði upp á 3,2% hagvöxt.

Á fundinum var ákveðið að halda stýrivöxtum í Bandaríkjunum í 0,25% en það eru lægstu vextir í sögu landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×